Körfubolti

Hörður Axel: Enginn í Keflavík hafði áhuga á sumarfríi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hörður Axel.
Hörður Axel.
„Þetta er hrikalega sætur sigur. Við vorum með bakið upp við vegg og núna snúum við þessu einvígi við," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, kátur í leikslok eftir frækinn sigur Keflavíkur á KR, 135-139, í mögnuðum leik í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld.

Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir KR eftir leik kvöldsins sem fór í framlengingu. Keflvíkingar reyndust sterkari í framlengingunni og innbyrtu sigurinn mikilvæga sem blæs lífi í möguleika liðsins á stóra titlinum.

„Við brotnuðum ekki þrátt fyrir að hafa misst leikinn í framlengingu og það kannski hjálpaði okkur hve nálægt við vorum að stela sigrinum í síðustu sókninni. Við mættum með sjálfstraust í framlenginguna. Það blundaði vafalaust í okkur sú hugsun að við máttum ekki tapa. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að verða Íslandsmeistarar og það hefur enginn áhuga í Keflavíkurliðinu að fara í sumarfrí á þessum tímapunkti," sagði Hörður sem skoraði 14 stig í kvöld.

„Staðan hjá okkur lítur mun betur út en hún var kl. 17:00 í dag. Núna mætum við einbeittir í leikinn á sunnudaginn. Það er alltaf mikið sjálftraust hjá Keflavík."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×