Innlent

Um 5% kjósenda eru með erlent lögheimili

Kjósendur með lögheimili erlendis í kosningunum um Icesave á laugardaginn eru 11.608 eða 5,0% heildarinnar og hefur þeim fjölgað um 1.667 frá síðustu alþingiskosningum eða um 16,8%. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Samtals eru kjósendur tæplega 233.00 talsins og eru konur ívið fleiri en karlar.

Kjósendum með lögheimili hér á landi fjölgar um 3.029 eða 1,4%. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn frá alþingiskosningunum 2009 eru 9.173 eða 3,9% af kjósendatölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×