Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES 7. apríl 2011 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni. Icesave Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni.
Icesave Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira