Telur líkur á hóflegri vaxtalækkun fyrir páskana 31. mars 2011 12:12 Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu. Icesave Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu.
Icesave Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira