Körfubolti

Justin Shouse: Blendnar tilfinningar

Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar
Stjörnumaðurinn Justin Shouse var afar kátur eftir að hans lið hafði sópað hans gamla liði, Snæfell, í sumarfrí með sannfærandi sigri í Fjárhúsinu.

„Þetta er frekar sætt. Sérstaklega fyrir mig af því ég spilaði hér í svo mörg ár. Við höfum átt í erfiðleikum á þessum velli í gegnum árin en að vinna þá hér í Fjárhúsinu tvisvar er frekar sætt," sagði Justin kátur.

"Samt eru þetta blendnar tilfinningar fyrir mig því ég elska fólkið hérna og á marga góða vini hér en inni á vellinum á maður enga vini og mitt lið var bara betra í þessari seríu," sagði glaður og kátur - jafnvel gráti næst Justin Shouse.

Viðtalið heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

"Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Falla meistararnir úr leik í kvöld?

Íslands- og deildarmeistarar Snæfells mæta Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

Umfjöllun: Stjarnan mætti með sópinn í Fjárhúsið

Stjarnan frá Garðabæ er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti eftir afar sannfærandi sigur, 105-88, á Snæfelli í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann rimmu liðanna 3-0 og sópaði því Íslandsmeisturunum í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×