Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. mars 2011 20:57 Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2 Dominos-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Páll Axel Vilbergsson byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti fyrir Grindvíkinga og skoraði fyrstu tíu stig liðsins. Gestirnir úr Grindavík mættu til leiks af miklum krafti og vörðust vel. Stjörnumenn voru hins vegar heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og bættu vörnina sína eftir því sem að leik á leikhlutann. Stjörnumenn leiddu leikinn með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Annar leikhluti var í járnum framan af en Stjörnumenn voru þó ákveðnari með Renato Lindmets fremstan í flokki en hann skoraði 18 stig í fyrri hálfleik og fiskaði ófáar villurnar á gestina úr Grindavík. Varnarleikur Stjörnunnar var sterkur í öðrum leikhluta og gekk illa í sókninni hjá Grindavík. Stjarnan leiddi í hálfleik 44-38. Stjörnumenn byrjuðu þriðja leikhluta með miklum látum náðu strax góðri forystu. Stjörnumenn náðu frábærum leikkafla og náðu um 20 stiga forystu. Áhorfendur fengu líka að sjá frábær tilþrif því Lindmets tróð frábærlega yfir Bradford. Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson svaraði fyrir Grindavík með að troða yfir Lindmets í næstu sókn. Stjörnumenn fóru hins vegar illa með Grindavíkinga í þriðja leikhluta og höfðu 16 stiga forystu, 67-51 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn héldu áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingar virkuðu ráðlausir í sókninni og gekk illa að eiga við spræka heimamenn sem voru greinilega staðráðnir að fara ekki snemma í sumarfrí. Allan brodd skorti í sóknarleik Grindvíkinga sem voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna. Renato Lindmets var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 29 stig og Justin Shouse var með 23 stig. Páll Axel dró vagninn hjá Grindvíkingum með 27 stig en framlag annarra leikamanna var af skornum skammti en ljóst aða liðið þarf að leika mun betur á heimavelli ef þeir ætla að eiga roð í spræka Stjörnumenn.Stjarnan-Grindavík 91-74 (26-22, 18-16, 23-13, 24-23)Stjarnan: Renato Lindmets 29/5 fráköst, Justin Shouse 23/7 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/7 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 4/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3/6 frákösT. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 27, Ryan Pettinella 15/13 fráköst, Mladen Soskic 10, Ólafur Ólafsson 10/4 fráköst, Nick Bradford 10, Helgi Björn Einarsson 2
Dominos-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira