Haukar hætta við að áfrýja dómnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2011 15:53 Margrét Kara, til hægri, í leik með KR. Mynd/Daníel Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar Sigurðardóttur, leikmanns Hauka, í leik liðanna fyrir tæpum tveimur vikum síðar. Á sama fundi Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ var Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik liðsins gegn KFÍ í Iceland Express-deild karla. Haukar voru ósáttir við að Margrét Kara hafi ekki fengið þyngri dóm fyrir sitt brot, sérstaklega í ljósi þess að Davíð Páll var dæmdur í lengra bann en hún. Mikið var fjallað um málið fyrir helgi, sérstaklega eftir að myndbandsupptaka af atvikunum tveimur voru birtar á netinu, meðal annars hér á Vísi. „Okkur fannst umfjöllunin orðin nægilega mikil um þetta mál. Við viljum frekar taka það upp með KKÍ á næsta ársþingi sambandsins," sagði Samúel Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi í dag. „Okkar sjónarmiðum hefur verið komið á framfæri." „Við viljum leggja fram tillögu um hvernig skuli breyta agareglum til að koma í veg fyrir ósamræmi eins og það sem kom upp í kringum þessi tvö mál," bætti hann við. „En þessi ákvörðun var tekin eingöngu af okkar hálfu. Það voru engir utanaðkomandi aðilar sem höfðu áhrif á hana." María Lind kærði Margréti Köru til lögreglunnar í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. „Ég veit ekki betur en að hún muni halda sínu máli áfram og er það auðvitað alfarið hennar ákvörðun," sagði Samúel. Margrét Kara var í leikbanni þegar að KR tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna um helgina. Hún verður einnig í banni í leik liðanna annað kvöld en getur svo spilað með KR á ný þegar liðið fer til Keflavíkur á föstudagskvöldið. Keflavík hefur semsagt forystu í einvíginu, 1-0, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41 Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45 María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07 María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34 Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Kara getur mögulega spilað með KR um helgina Svo gæti farið að Margrét Kara Sturludóttir muni spila með KR gegn Keflavík um helgina, þrátt fyrir að hún hafi verið dæmd í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. 17. mars 2011 16:41
Hrafn: Kara er mesta keppnismanneskja sem ég hef þjálfað Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þeir ræddu leikbann leikmanns hans Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 19:15
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53
Margrét Kara: Þetta gerðist í einhverju bræðikasti í hita leiksins Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 þar sem þau ræddu leikbann Margrétar Köru en hún var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Haukastelpunnar Maríu Lindar Sigurðardóttur í leik Hauka og KR fyrir rúmri viku. 17. mars 2011 18:45
María Lind kærir Margréti Köru til lögreglunnar Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðfest að leikmaður Hauka hafi lagt inn kæru vegna líkamsárásar sem átti sér stað í leik Hauka og KR. 17. mars 2011 15:07
María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. 17. mars 2011 14:34
Körulaust KR-lið tapaði - Hamar lagði Njarðvík Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hófst í dag með tveimur leikjum. Hamar lagði þá Njarðvík á meðan Keflavík lagði KR í spennuleik. 19. mars 2011 17:52