Körfubolti

Bradford að spila sjöunda oddaleikinn á fimm tímabilum á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford.
Nick Bradford. Mynd/Valli
Nick Bradford verður í aðalhlutverki með Grindavík í kvöld þegar liðið fær Stjörnumenn í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Nick Bradford hefur spilað ófáa stórleikina á fimm tímabilum sínum á Íslandi og nú er svo komið að hann er að fara spila sinn sjöunda oddaleik í kvöld. Bradford er búinn að vinna alla fjóra oddaleikina sína í 8 liða úrslitum og undanúrslitum en hann er hinsvegar búinn að tapa oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár.

Bradford spilaði bæði oddaleik með Njarðvík (8 liða úrslit á móti Stjörnunni) og Keflavík (lokaúrslit á móti Snæfelli) á síðasta tímabili. Hann getur því hjálpað við að slá út Stjörnuna annað árið í röð.

Bradford var með 22,7 stig, 7,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar í fyrstu fjórum oddaleikjum sínum en var "aðeins" með 9,5 stig, 3 fráköst og 6,0 stoðsendingar í oddaleikjunum tveimur í fyrra.

Oddaleikir Nick Bradford í úrslitakeppni á Íslandi2003-2004 með Keflavík

8 liða úrslit: Keflavík 98-96 Tindastóll

(24 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolnir)

Undanúrslit: Grindavík 89-101 Keflavík

(31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolnir og 4 varin)

2004-2005 með Keflavík

8 liða úrslit: Keflavík 80-75 Grindavík

(29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar)

2008-2009 með Grindavík

Lokaúrslit: KR 84-83 Grindavík

(33 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar)

2009-2010 með Njarðvík

8 liða úrslit:Stjarnan 72-88 Njarðvík

(13 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar)

2009-2010 með Keflavík

Lokaúrslit: Keflavík 69-105 Snæfell

(6 stig, 2 fráköst og 7 stoðsendingar)

2010-2011 með Grindavík

8 liða úrslit: Grindavík ??-?? Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×