Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 23. mars 2011 21:06 Sigurður Þorsteinsson, lengst til vinstri, tryggði Keflavík framlengingu í blálokin. Mynd/Valli Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Það var allt á suðurpunkti í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn í Keflavík tóku á móti ÍR-ingum í oddaleik um það hvort liðið myndi fara áfram í undanúrslit Iceland-Express deild karla. Keflvíkingar hófu viðureingina af miklum krafti og unni fyrsta leikinn hér í Keflavík með 22 stiga mun ,115-93. ÍR-ingar neituðu aftur á móti að gefast upp og svöruðu til baka í næsta leik með sannfærandi sigri, 106-89. Það sem hefur einkennt þetta einvígi er mikill sóknarleikur en minna um góðan varnarleik. Það má fastlega búast við því að liðið sem nær upp öflugum varnarleik í kvöld mun fara áfram í undanúrslitin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn virkilega vel og komust strax í 8-0. ÍR-ingar hrukku þá í gang og náðu að komast yfir 13-11. Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, fór gjörsamlega á kostum í fyrsta leikhlutanum og skoraðu níu stig, en hans framlag var líklega ástæðan fyrir því að gestirnir höfðu tveggja stiga forystu, 19-17, eftir fyrsta fjórðunginn. Gestirnir héldu áfram sínu striki í öðrum leikhluta og voru virkilega skynsamir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og því áttu þeir í erfileikum með Breiðhyltingana. ÍR-ingar héldu nokkra stiga forskoti út hálfleikinn en staðan var 45-41 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. ÍR-ingar náðu tólf stiga forystu, 65-53, undir lok þriðja leikhluta en það gekk nánast ekkert upp hjá Keflvíkingum á þeim tíma. ÍR-ingar voru að sýna einstaklega góðan varnarleik sem fór virkilega mikið í skapið á Keflvíkingum. Keflavík náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir loka fjórðunginn en staðan var 56-65 eftir þrjá leikhluta. Stemmningin í húsinu var frábær og algjör háspennulokaleikhluti framundan. Það tók liðin tæplega þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í fjórða leikhlutanum og þá voru það gestirnir sem juku vel forskot sitt. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 62-72 fyrir ÍR og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Smá saman komust Keflvíkingar inn í leikinn á meðan ÍR-ingar virtust vera gefa eftir. Keflvíkingar náðu að skora fimm stig á nokkrum sekúndum og allt í einu var mikil spenna komin í Toyota-höllina. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins þrjú stig 74-77. Keflvíkingar komust í sókn og minnkuðu muninn í aðeins eitt stig. Því næst fóru ÍR-ingar á vítalínuna fengu tvö skot. James Bartolotta, leikmaður ÍR-inga skoraði aðeins úr öðru skotinu og Keflvíkingar því í gullnu tækifæri til þess að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar Thomas Sanders, leikmaður heimamanna, skoraði úr sniðskoti þegar aðeins 1 sekúnda var eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Heimamenn mættu miklu ákveðnari til leiks í framlengingunni og skoruðu átta stig í röð strax í upphafi. Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, fór gjörsamlega á kostum í framlengingunni og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir suðurnesjamenn. ÍR-ingar gáfust aftur á móti aldrei upp en munurinn var orðin of mikill og því fóru Keflvíkingar í undanúrslit eftir frábæran sigur 95-90. Keflavík - ÍR 95-90 (41-45)Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 fráköst, Níels Dungal 11, Hjalti Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira