Körfubolti

Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin

Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar
Sigurður Þorsteinsson var frábær í kvöld
Sigurður Þorsteinsson var frábær í kvöld
„Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn.



„Í kvöld náðum við að lagfæra varnarleikinn okkar en hann hefur verð heldur lélegur það sem af er. Við náðum oft að stoppa þá í leiknum í kvöld en nýttum okkar það ekki nægilega vel.“



Það gekk lítið í byrjun hjá heimamönnum í Keflavík og skotin voru ekki að detta niður.

 „Síðan fór sóknarleikur okkar að ganga, við náum  að jafna leikinn og klárum þá síðan framlengingunni. Það var eins og það vantaði hausinn á okkur á tímabili en við hleyptum þeim aldrei of langt frá okkur,“ sagði Sigurður.



ÍR-ingar virtust fara á taugum í lokin og Keflvíkingar nýttu sér það vel.

„Síðan í lokin vissi ég alltaf að við myndum vinna þennan leik, við erum með þannig lið sem gefst aldrei upp,“sagði Sigurður.



Keflvíkingar mæta KR í undanúrslitum en það er sannkallaður stórveldaslagur.

„Mér líst virkilega vel á að mæta KR-ingum en það verður án efa flott einvígi. Við ætlum okkur alla leið í úrslitin og til þess þá þarf maður að fara í gegnum KR,“ sagði Sigurður Þorsteinsson brattur eftir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×