Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2011 14:45 Glæstur ferill Braford á Íslandi endaði á bekknum þar sem hann átti afar erfitt með sig. Mynd/Valli Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar." Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar."
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Sjá meira