Fótbolti

Sara Björk búin að semja við LdB Malmö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Sara Björk skrifaði undir þriggja ára samning við sænska liðið sem hefur einnig landsliðsmarkvörðinn Þóru Björgu Helgadóttur innanborðs. Sara fór með Malmö í æfingaferð til Tyrklands og skoraði meira segja í fyrsta leiknum fyrir félagið.

Sara Björk er búin að vera fastamaður í íslenska landsliðinu í þrjú ár og hefur þegar leikið 38 landsleiki þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Hún er uppalin í Haukum en fór til Breiðabliks á miðju sumarið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×