Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu 28. mars 2011 15:01 Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið. Icesave Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Fjallað er um málið í Markaðsvísi greiningarinnar. Þar segir að nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni bankanna þriggja og sá tími hefur verið nýttur til þess að draga úr þeirri gjaldeyrisáhættu sem var til staðar í efnahagsreikningum margra heimila og fyrirtækja í landinu. Þessi gjaldeyrisáhætta var ástæða þess að gjaldeyrishöftin voru sett á sínum tíma. Kostnaður við höftin eykst með tímanum eins og hagfræðingar Seðlabankans hafa ítrekað bent á. Það er því kostnaðarsamt að bíða frekar með næstu skref. Heimilin og fyrirtækin hafa haft þrjátíu mánuði til að losa sig við þessa gjaldeyrisáhættu í skjóli haftanna. Höftin hafa því skilað sínu og nú er klárlega kominn tími til að losna undan þeim. „Áætlun Seðlabankans er afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum. Hættan er að þessi langi listi forsenda verði notaður sem afsökun fyrir því að fresta afnámi hafta og ala þannig á óhagkvæmni í efnahagslífinu um langt skeið. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ segir í Markaðsvísinum. Þá segir að það sé gott að sjá að áætlunin er óháð því hver framtíðarrammi peningastefnunnar verður. Aðeins er tilgreint að hann þurfi að liggja fyrir áður en síðustu skrefin verða tekin. Enda er það reynsla okkar sem annarra að langvarandi gjaldeyrishöft draga úr framleiðni þjóðarbúsins og skerða lífskjör til lengri tíma. Því er mikilvægt að fylgja trúverðugri áætlun líkt og nú liggur fyrir, um afnám hafta, hvort sem Icesave samningurinn verður staðfestur eða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er það mikilvægt hvort sem umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður staðfest eða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur. Hver sem niðurstaða þessara mála verður liggur fyrir að það er þjóðinni til hagsbóta að aflétta höftum eins fljótt og auðið er. Það kann svo að vera að niðurstaða Iceasave kosninganna hafi áhrif á hve fljótt tiltekin skref verða stigin en hún breytir þó engu um að þau verða stigin og það innan þess tímaramma sem tilgreindur hefur verið.
Icesave Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira