Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 16:49 Teitur Örlygsson. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. „Ryan er alltaf brjálaður út í mig og ég veit ekki af hverju. Ég sagði ekki orð við hann allan leikinn svo það sé á hreinu. Svo heyrði ég eftir leikinn að hann hefði hlaupið fram hjá mér á bekknum og öskrað „fuck you" á mig. Það fór reyndar fram hjá mér en þetta var mér tjáð eftir leik," sagði Teitur. „Eftir leikinn förum við í raðir til að þakka fyrir leikinn eins og venjulega. Það heilsuðu mér allir en þegar kom að honum hreytti hann út úr sér: „dont´t touch me" eða ekki snerta mig. Hann var með hroka og stæla sem ég sætti mig ekki við. Þá rifumst við aðeins." Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem það slær í brýnu á milli Teits og Amoroso. „Fyrr í vetur þá barði hann í hausinn á Kjartan Atla eftir að það var búið að flauta. Þá vildi ég láta henda honum út en það var ekki gert," sagði Teitur en það er augljóslega einhver kergja á milli liðanna. „Mér sýnist ég vera kominn undir skinnið hjá þeim. Þeir eru í það minnsta að hugsa um eitthvað annað en leikmennina mína. Ég hef oft lent í svona og finnst þetta gaman. Ég er góður í þessu. Ég og Nick Bradford félagi minn kunnum alveg að spjalla," sagði keppnismaðurinn Teitur léttur en honum leiðist greinilega ekki hasarinn sem fylgir úrslitakeppninni. "Þetta er samt stormur í vatnsglasi að mínu mati. Það er eitthvað óeðlilegt ef menn munnhögvast ekki aðeins í úrslitakeppninni. Þetta er enginn KFUM-fundur og mönnum á ekki að standa á sama." Teitur segir að leikurinn í kvöld muni segja mikið um karakter síns liðs. "Partur af því að verða betra lið er að vinna leik númer tvö. Mæta í hann tilbúinn. Það er ekki sjálfgefið. Ég þekki það vel sem leikmaður á sínum tíma. Menn slaka á eftir sigur og missa aðeins einbeitinguna. Kúnstin er því að mæta klár í þennan leik. Ég vona að við gerum það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Garðabæ og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. 29. mars 2011 22:36
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22