Fótbolti

Verður Nani með Man Utd gegn Marseille?

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United. Þessi mynd var tekin á æfingu liðsins í morgun.
Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United. Þessi mynd var tekin á æfingu liðsins í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United og eru einhverjar líkur á því að hann verði klár í slaginn í Meistaradeild Evrópu gegn Marseille sem fram fer á morgun. Fyrri leiknum lauk með markalaus jafntefli í Frakklandi en enska liðið hefur aldrei tapað gegn frönsku liði á heimavelli sínum, Old Trafford.

Nani var borinn af leikvelli í grannaslagnum gegn Liverpool á dögunum eftir að Jamie Carragher tæklaði hann hraustlega og fékk Nani skurð eftir takkana á framanverðan fótlegginn. Sauma þurfti nokkur spor til þess að loka skurðinum og hefur hinn 24 ára gamli Nani æft einn að undanförnu en Sir Alex Ferguson segir að ekki hafi verið búist við því að Nani yrði klár í slaginn fyrr en eftir landsleikjahléið í lok mánaðarins.

Sir Alex Ferguson sagði við fréttamenn um helgina að Nani hefði æft vel að undanförnu en hann hefur ekki æft með liðinu á æfingasvæðinu – heldur einn síns liðs undir handleiðslu sjúkraþjálfara liðsins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×