Körfubolti

Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verðlaunarhafar ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ og Matthíasi Ímsland,framkvæmdastjóra Iceland Express.
Verðlaunarhafar ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ og Matthíasi Ímsland,framkvæmdastjóra Iceland Express. Mynd/ÓskarÓ
Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.

Jón Ólafur Jónsson var með 20,6 stig og 10,1 frákast að meðaltali í leik og hjálpaði Snæfelli að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í seinni hlutanum.

Aðrir í úrvalsliðinu voru liðsfélagi Jón Ólafs hjá Snæfelli, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker og Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson.

Pavel og Jón Ólafur voru báðir í úrvalsliðinu fyrir fyrri hlutann en Pavel var þá kosinn besti leikmaðurinn.

Hrafn Kristjánsson stýrði KR til sigurs í 9 af 11 deildarleikjum eftir áramót auk þess að KR tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hann var valinn besti þjálfarinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hafði fengið þessi verðlaun fyrir fyrri hlutann.

Tindastólsmaðurinn Helgi Rafn Viggósson var kosinn mesti dugnaðarforkurinn í deildinni og besti dómarinn var valinn Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson alveg eins og í fyrri hlutanum.



´

Verðlaunin fyrir seinni hlutann:Úrvalslið Iceland Express-deildar karla í umferðum 12-22

Pavel Ermolinskij · KR

Marcus Walker · KR

Pálmi Freyr Sigurgeirsson · Snæfell

Jón Ólafur Jónsson · Snæfell

Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Keflavík

Dugnaðarforkurinn

Helgi Rafn Viggósson · Tindastól

Besti þjálfarinn

Hrafn Kristjánsson · KR

Besti leikmaðurinn

Jón Ólafur Jónsson · Snæfell

Besti dómarinn í Iceland Express-deildum

Sigmundur Már Herbertsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×