Fótbolti

Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu.
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Nordic Photos /Getty Images
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr.

Torres hefur leikið 5 leiki frá því hann kom frá Liverpool en Ancelotti sagði á fundi með fréttamönnum í gær að svo gæti farið að Torres yrði á varamannabekknum gegn FCK. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 í Kaupmannahöfn og staða liðsins er því vænleg.

„Það gæti farið svo að Fernando fengi að hvíla sig, ég geri oft breytingar á mínu liði. Hann hefur leikið vel fyrir okkur en þar sem hann er nýr liðsmaður þá þarf hann meiri tíma til þess að kynnast okkar leikstíl betur," sagði Ancelotti en Chelsea á gríðarlegan mikilvægan leik fyrir höndum í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi þar sem liðið leikur gegn Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×