Innlent

Lagastofnun gerir Icesave kynningarefni

Alþingi samþykkti í dag að fela Lagastofnun Háskóla Íslands að gera hlutlaust og aðgengilegt kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður haldin 9. apríl næstkomandi. Efnið verður sent öllum heimilum í landinu samhliða sérprentun laganna um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Kostnaður við kynninguna greiðist úr ríkissjóði.

Lagastofnun sá um kynningarefnið þegar kosið var um málið í mars í fyrra og segir í greinargerð með frumvarpinu sem samþykkt var í morgun að rétt þyki að hafa sama hátt á nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×