Lánin verða mjög óhagstæð ef Icesave leysist ekki 17. mars 2011 18:30 Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave-deilan sé enn að tefja fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Ef deilan leysist ekki þá verði lánin mjög óhagstæð og styttri. Vinna við Búðarhálsvirkjun hófst í vetrarbyrjun en fór bæði hægar og seinna af stað en áformað var þar sem engin lán fengust. Það var svo fyrst í dag að Landsvirkjun gat tilkynnt um fyrsta lánið, frá Norræna fjárfestingarbankanum, fyrir þriðjungi verksins. Peningarnir fást þó ekki fyrr en skilyrði hafa verið uppfyllt. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög eðlilegt að lán séu skilyrt og að í þessu láni sé eina skilyrðið að Landsvirkjun ljúki heildarfjármögnun verksins. Annar banki, Evrópski fjárfestingarbankinn, sem til stendur að verði aðallánveitandi, hefur hins vegar sett lausn Icesave-deilunnar sem skilyrði. Hörður segir að Landsvirkjun sé í viðræðum við fleiri en evrópska bankann. Ef það lán klárist ekki verði Landsvirkjun að hafa önnur plön. "En það er ljóst að Icesave er að tefja þessi mál, eins og hefur ítrekað komið fram hjá okkur," segir Hörður. -En gæti það gerst að Landsvirkjun fengi ekkert lán í Búðarháls ef Icesave leysist ekki? "Ég tel það mjög ólíklegt að við fáum ekkert lán. Það sem gerist hins vegar er að þá verða lánin mjög óhagstæð og styttri, sem er vandamál fyrir okkur. En við munum leita allra leiða til að leysa þetta mál, hvernig sem Icesave fer," segir forstjóri Landsvirkjunar. Icesave Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave-deilan sé enn að tefja fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Ef deilan leysist ekki þá verði lánin mjög óhagstæð og styttri. Vinna við Búðarhálsvirkjun hófst í vetrarbyrjun en fór bæði hægar og seinna af stað en áformað var þar sem engin lán fengust. Það var svo fyrst í dag að Landsvirkjun gat tilkynnt um fyrsta lánið, frá Norræna fjárfestingarbankanum, fyrir þriðjungi verksins. Peningarnir fást þó ekki fyrr en skilyrði hafa verið uppfyllt. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mjög eðlilegt að lán séu skilyrt og að í þessu láni sé eina skilyrðið að Landsvirkjun ljúki heildarfjármögnun verksins. Annar banki, Evrópski fjárfestingarbankinn, sem til stendur að verði aðallánveitandi, hefur hins vegar sett lausn Icesave-deilunnar sem skilyrði. Hörður segir að Landsvirkjun sé í viðræðum við fleiri en evrópska bankann. Ef það lán klárist ekki verði Landsvirkjun að hafa önnur plön. "En það er ljóst að Icesave er að tefja þessi mál, eins og hefur ítrekað komið fram hjá okkur," segir Hörður. -En gæti það gerst að Landsvirkjun fengi ekkert lán í Búðarháls ef Icesave leysist ekki? "Ég tel það mjög ólíklegt að við fáum ekkert lán. Það sem gerist hins vegar er að þá verða lánin mjög óhagstæð og styttri, sem er vandamál fyrir okkur. En við munum leita allra leiða til að leysa þetta mál, hvernig sem Icesave fer," segir forstjóri Landsvirkjunar.
Icesave Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira