Körfubolti

Pabbi Kobe orðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði LA Sparks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe “Jellybean” Bryant faðmar hér son sinn Kobe Bryant.
Joe “Jellybean” Bryant faðmar hér son sinn Kobe Bryant. Mynd/AFP
Joe "Jellybean" Bryant, faðir NBA-leikmannsins Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers, hefur tekið að sér aðstoðarþjálfarastöðu hjá WNBA-liðinu Los Angeles Sparks en hann þjálfaði liðið á árunum 2005 til 2006.

Bryant hafði starfað síðast sem þjálfari hjá japanska karlaliðinu Raru Kamuy Hokkaido sem spilaði í úrvalsdeildinni í Japan. Hann hafði líkað þjálfað um tíma á Ítalíu.

Joe Bryant er orðinn 56 ára gamall en hann spilaði sjálfur í NBA-deildinni með Philadelphia 76ers (1975-1978), San Diego Clippers (1979-1982) og Houston Rockets (1982-83) áður en hann fór til Ítalíu þar sem hann spilaði frá 1984 til 1991.

Bryant mun aðstoða Jennifer Gillom sem er aðalþjálfari Sparks-liðsins og mun verða annar af tveimur aðstoðarmönnum hennar. Hin er Sandy Brondello sem var var aðalþjálfari San Antonio í fyrra.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×