Körfubolti

Helgi Jónas: Baráttan komin aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þar með eru Grindvíkingar komnir í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla.

„Við vorum ákveðnari í lokin og sýndum góðan karakter að halda þetta út og brotna ekki við áhlaup Stjörnumanna," sagði Helgi Jónas. „Ég er mjög sáttir við hvernig mínir menn brugðust við því."

Grindvíkingar voru baráttuglaðir í kvöld og sagði Helgi Jónas jákvætt að sjá það hjá sínum mönnum. „Fyrir áramót var þessi barátta til staðar en svo hvarf hún. Nú er hún komin aftur og vonandi heldur þetta svona áfram."

„Það voru allir að standa sig vel í kvöld og allir að skila sínu. Við þurfum að kíkja á ákveðna punkta sem við þurfum að laga og ef við gerum það þá erum við í góðum málum fyrir framhaldið."

„Það er alltaf þannig í svona jöfnum rimmum að það lið sem hefur meiri vilja fer áfram. Það er alltaf þannig. Ég er sáttur við það sem ég sá í dag."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Naumur sigur Grindavíkur

Grindavík er komið í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deild karla. Grindvíkingar unnu nauman sigur á heimavelli, 90-83, eftir hörkuspennandi viðureign.

Teitur: Getum gert miklu betur

„Það er alltaf sárt að tapa,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að Grindavík vann í kvöld fyrsta leikinn í rimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld.

Ólafur: Spiluðum betri vörn

Ólafur Ólafsson sýndi frábæra takta í kvöld og kórónaði góðan leik þegar hann stal boltanum í blálokin og tryggði sínum mönnum í Grindavík sigur á Stjörnunni með tilþrifamikilli troðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×