Körfubolti

Bulls vann uppgjörið við Nets

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Derrick Rose sækir að körfu Nets í nótt. Chicago lék í grænu þar sem það var St. Patricks dagur í gær.
Derrick Rose sækir að körfu Nets í nótt. Chicago lék í grænu þar sem það var St. Patricks dagur í gær.
Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Aðeins einn þeirra var frekar jafn og það var leikur Nets og Bulls.

Þann leik vann Bulls með frábærum lokakafla þar sem liðið komst á 15-4 skrið. Derrick Rose fremstur í flokki hjá Bulls líkt og áður með 21 stig og Luol Deng með 19.

Brook Lopez bestur hjá Nets með 22 stig og 8 fráköst og Kris Humphries einnig öflugur með 13 stig og 16 fráköst.

Knicks batt enda á þriggja leikja taphrinu er liðið vann sannfærandi sigur á Memphis. Toney Douglas sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum sínum. Knicks með 20 þrista sem er félagsmet.

Úrslit:

NJ Nets-Chicago  73-84

NY KNicks-Memphis  120-99

Portland-Cleveland  111-70

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×