Körfubolti

IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Benedikt er á þeirri skoðun að það verði erfitt fyrir Snæfell að vinna titilinn aftur. „Liðið er allt öðruvísi skipað í ár en í fyrra. Þetta er nýtt lið sem þarf að ná í titilinn aftur. Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir hönd Snæfells," sagði Benedikt m.a. í þættinum.

Svali segir að stuðningsmenn Hauka þurfi að sýna samstöðu og styðja við bakið á liðinu og vitnaði þar til dræmrar aðsóknar á heimaleiki liðsnis í vetur. „Þeir í Haukum hafa gert ýmislegt til þess að bæta stemninguna. Ég geri ráð fyrir að þeir blási í lúðra og skapi góða stemningu fyrir þessa leiki," sagði Svali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×