Körfubolti

Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun

„Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni," sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða „Nonni Mæju" var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn.


Tengdar fréttir

IE-deildin: Erfið titilvörn framundan hjá meistaraliði Snæfells

Titilvörn Íslandsmeistaraliðs Snæfells úr Stykkishólmi hefst fyrir alvöru í kvöld þegar liðið tekur á móti nýliðum Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 s.l. mánudag fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna með Guðjóni Guðmundssyni. Samantektina má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Ingi Þór var ósáttur þrátt fyrir sigurinn gegn Haukum

„Ég var virkilega vonsvikinn með hvernig leiðtogar liðsins voru stemmdir í leiknum. Það var greinilegt að umfjöllunin fyrir leikinn og stórsigur okkar gegn þeim í deildarkeppninni hafði áhrif á hugarfarið hjá okkur. Egill Egilsson skaut okkur inn í leikinn og við getum þakkað fyrir að hafa unnið Haukana að þessu sinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Umfjöllun: Engir meistarataktar hjá Snæfelli en sigur

Nýliðar Hauka komu meistaraliði Snæfells í opna skjöldu í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þrátt fyrir að Snæfell hafi marið 76-67 sigur var leikur þeirra langt frá því að vera sannfærandi. Aðeins léleg skotnýting Haukaliðsins varð til þess að liðið náði ekki að leggja meistarana að velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×