Hálft prósent Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 3. mars 2011 09:11 Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun