Virðum grundvallarreglur Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2011 09:30 Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun