Körfubolti

Dýrmæt stig hjá Fjölni - ÍR vann Hamar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis.
Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90.

ÍR-ingar eru þar með nánast öruggir með sæti í úrslitakeppninni en Hamarsmenn eru enn í fallsæti og eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir lífi sínu í deildinni á lokasprettinum.

Jafnræði var með liðunum í Grafarvogi fram eftir leik en staðan í hálfleik var 41-35, Fjölni í vil.

Undir lok þriðja leikhluta var staðan jöfn, 58-58, þegar að Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í leiknum og tæknivillu þar að auki.

Fjölnismenn fengu því fjögur víti og nýtti Ingvaldur Magni Hafsteinsson þrjú þeirra. Fjölnismenn hófu svo fjórða leikhlutann af krafti og komust sjö stigum yfir, 69-62.

Eftir það héldu heimamenn forystunni allt til loka og fengu tvö dýrmæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Fjölnir og Tindastóll eru nú bæði með fjórtán stig í 9.-10. sæti deildarinnar en átta efstu liðin í deildinni komst í úrslitakeppnina. Tindastóll hefur þó betur gegn Fjölni í innbyrðisviðureignum liðanna og er því ofar í töflunni.

Brandon Brown var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Jón Sverrisson kom næstur með sextán stig og ellefu fráköst.

Hjá Tindastóli var Sean Cunningham með 25 stig en hann tók einnig tíu fráköst. Dragoljub Kitanovic var með sextán stig og Hayward Fain þrettán stig og tólf fráköst.

Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og útlit fyrir spennandi baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Fjölnir - Tindastóll 88-83 (41-35)

Fjölnir: Brandon Brown 22/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19, Jón Sverrisson 16/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/9 stoðsendingar, Sindri Kárason 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 5, Hjalti Vilhjálmsson 3.

Tindastóll: Sean Cunningham 25/10 fráköst, Dragoljub Kitanovic 16, Hayward Fain  13/12 fráköst, Svavar Atli Birgisson 9, Helgi Rafn Viggósson 8/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 4.

Hamar - ÍR 90-103

Leikskýsla hefur ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×