Körfubolti

Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

Fjölnir var í fallsæti þegar hann kom en er nú farið að eygja möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

Á karfan.is má sjá tvö myndbönd af tröllatroðslu Brandon Brown í sigrinum á Tindastól í gær en annað myndbandið (sjá hér) er tekið niðri á gólfi og þar má sjá hann ná sóknafrákasti í mikilli hæð og hamra boltann í körfuna. Það má síðan sjá hitt myndbandið af sömu troðslu hér fyrir ofan en það var tekið fyrir ofan völlinn.

Það má vel rökræða það hvort hér sé á ferðinni flottasta troðsla tímabilsins en það er að minnsta kosti ljóst að hún verður alltaf með í umræðunni um þær flottustu þegar tímabilið verið gert upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×