Átak gegn ofbeldi Ögmundur Jónasson skrifar 5. mars 2011 06:00 Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Sjá meira
Almennt finnst mér það vera styrkur fremur en veikleiki þegar menn treysta sér til þess að skipta um skoðun í ljósi nýrra upplýsinga eða aðstæðna. Þess vegna hefði ég ekki tekið það sérstaklega nærri mér ef staðhæfingar ritstjóra Fréttablaðsins um að ég hefði skipt um skoðun varðandi rannsóknarheimildir lögreglu væru réttar. En veruleikinn er hins vegar sá að það eru þær ekki. Ég hef vissulega sannfærst um það að staðan í heimi glæpasamfélagsins er orðin svo alvarleg að þörf er á sérstöku átaki til styrktar lögreglu í viðureign við glæpagengi og þar með þurfi hún á auknum heimildum að halda til að fylgjast með ofbeldisfólki og setja því stólinn fyrir dyrnar. Í ritstjórnargrein Fréttattablaðsins sl. föstudag segir að nú sé af sem áður var því undirritaður sé nú orðinn fylgjandi forvirkum rannsóknarheimildum. Fyrr á tíð hafi ég farið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýndu slíkt hvað harðast. En hvað er rétt í þessu? Gagnrýni mín á forvirkar rannsóknir svokallaðar, byggðu á því grundvallaratriði að þar með væri gefið grænt ljós á leyniþjónustustarfsemi án aðhalds og eftirlits réttarkefinsins. Þess vegna hef ég jafnan andmælt hvers kyns rannsóknum á einstaklingum ef dómsúrskurður væri ekki til staðar. Þetta er grundvallaratriði og frá því er ekki verið að hverfa nú. Þannig að sinnaskipti mín snúa ekki að þessu og þykir mér mikilvægt að það komi fram. Það er hins vegar hárrétt hjá ritsjóra Fréttablaðsins að ég skynja vel þá hættu sem samfélagið stendur frammi fyrir og vil leggja mitt af mörkum til að rísa upp til varnar gegn ofbeldisöflum. Það vildi einnig forveri minn, Ragna Árnadóttir, og á Alþingi er einnig víðtækur vilji til að taka sameiginlega á. Í allri þessari umræðu hef ég ekki viljað fallast á neina undangjöf fyrr en ég hef sannfærst um að aðhald og eftirlit sé traust. Nú er það viðfangsefnið að skapa þann ramma sem við öll getum sætt okkur við og er í samræmi við grundvallarasjónarmið um hvernig við viljum að opið lýðsræðissamfélag þróist á Íslandi. En forsendan er að sjálfsögðu sú að hér geti fólk um frjálst höfðu strokið óáreitt af ofbeldismönnum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar