Fótbolti

Rúrik og félagar náðu ekki að minnka forskotið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik í leik með íslenska landsliðinu.
Rúrik í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Rúrik Gíslason og félagar í OB töpuðu sínum fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhlé þegar þeir mættu Horsens á útivelli í gær.

OB átti möguleika á að minnka forystu FCK á toppi deildarinnar í sextán stig í gær en síðarnefnda liðið tapaði óvænt sínum fyrsta leik á á tímabilinu nú um helgina.

Rúrik Gíslason lék allan leikinn allan leikinn fyrir OB sem komst yfir á 21. mínútu. Horsens náði þó að skora tvívegis áður en flautað var til hálfleiks og þar við sat.

OB og Midtjylland eru í 2.-3. sæti deildarinnar með 32 stig, nítján stigum á eftir FCK. Það var einmitt Midtjylland sem vann 2-0 sigur á FCK um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×