Skjaldarmerki fjarlægt af ræðupúlti í landsdómi 8. mars 2011 19:00 Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun. Landsdómur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun.
Landsdómur Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent