Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 21:31 William Gallas bjargar hér á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið. Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira