Elliheimilið á Fáskrúðsfirði Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 21. febrúar 2011 11:19 Sumarið 1986 var blöðungi dreift í húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu af rúmlega sjö hundruð íbúum til að kippa honum úr lúgunni. Við vorum tvær saman alla daga og á morgnana gegndum við léttum skylduverkum meðan mamma hennar vann á leikskólanum. Gáfum litlum dreng kókómjólk að drekka, bjuggum um rúmin og vöskuðum upp. Eftir hádegi hentumst upp á fjall eða niður í fjöru, skutumst út á vídeóleigu fyrir Valda í Sandbrekku og dóluðum okkur í Siggasjoppu. Það var ekki fyrr en nokkrum sumrum síðar sem maður gekk um með hálsklút og smurði tannkremi á hálsinn til að afmá sogbletti. Auðvitað var einhver í þorpinu fljótlega búinn að spotta blettinn og hringja niður í Kaupfélag til að láta foreldrið vita að dóttirin og vinkonan væru með "klútana í dag". Ég hafði búið nokkur ár á Fáskrúðsfirði. En eftir að ég flutti til Reykjavíkur fékk ég að fara þangað á sumrin og dvelja þar hjá góðu fólki. Ég naut þess í botn og leið stundum eins og stjörnu sem kom allra náðarsamlegast heim í gamla þorpið á sumrin. Íbúarnir stoppuðu mig úti á götu, spurðu frétta af foreldrum mínum. Veiga í Ástúni og Odda á Holti buðu mér í fína kvöldverði og kaffiboð með silfurbúnað og postulín á borðum og töluðu við mig eins og fullorðna meðan þær báru í mig höfðinglegar steikur, kakó og kleinur. Ég sá að það kom sér miklu betur að vera laus við foreldrana á svona stað; en auðvitað eru Austfirðingar einstakir; ég fyllist alltaf trú á mannkynið þegar ég heyri einhvern segja gæskan. En aftur að blöðungnum. Brátt yrði dvalar- og elliheimili á Fáskrúðsfirði tilbúið, í ofanverðum bænum yrði það formlega opnað árið eftir. Ákveðið hafði verið að efna til samkeppni þar sem íbúum gafst kostur á að nefna heimilið og mátti hver íbúi senda inn eins margar hugmyndir og hann lysti. Við vinkonurnar lögðum nótt við dag og krotuðum niður elliheimilanöfn í kílóavís. Því fleiri smelli sem við ættum í pottinum - því meiri líkur hlytu að vera á vinningssætinu. Eða ekki. Elliheimilið fékk ekki nafnið Regnbogaland, Endastöð, Ellilaunin, Fáskrúðsfjör né Forneskjuhöllin. Uppsalir skyldi það heita - ágætis kennslustund í að stundum eru það gæðin en ekki magnið sem skiptir máli. Ef einhvers staðar vantar hins vegar nafn á dvalarheimili fyrir aldraða um þessar mundir er Gleym-mér-ei kannski pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Sumarið 1986 var blöðungi dreift í húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu af rúmlega sjö hundruð íbúum til að kippa honum úr lúgunni. Við vorum tvær saman alla daga og á morgnana gegndum við léttum skylduverkum meðan mamma hennar vann á leikskólanum. Gáfum litlum dreng kókómjólk að drekka, bjuggum um rúmin og vöskuðum upp. Eftir hádegi hentumst upp á fjall eða niður í fjöru, skutumst út á vídeóleigu fyrir Valda í Sandbrekku og dóluðum okkur í Siggasjoppu. Það var ekki fyrr en nokkrum sumrum síðar sem maður gekk um með hálsklút og smurði tannkremi á hálsinn til að afmá sogbletti. Auðvitað var einhver í þorpinu fljótlega búinn að spotta blettinn og hringja niður í Kaupfélag til að láta foreldrið vita að dóttirin og vinkonan væru með "klútana í dag". Ég hafði búið nokkur ár á Fáskrúðsfirði. En eftir að ég flutti til Reykjavíkur fékk ég að fara þangað á sumrin og dvelja þar hjá góðu fólki. Ég naut þess í botn og leið stundum eins og stjörnu sem kom allra náðarsamlegast heim í gamla þorpið á sumrin. Íbúarnir stoppuðu mig úti á götu, spurðu frétta af foreldrum mínum. Veiga í Ástúni og Odda á Holti buðu mér í fína kvöldverði og kaffiboð með silfurbúnað og postulín á borðum og töluðu við mig eins og fullorðna meðan þær báru í mig höfðinglegar steikur, kakó og kleinur. Ég sá að það kom sér miklu betur að vera laus við foreldrana á svona stað; en auðvitað eru Austfirðingar einstakir; ég fyllist alltaf trú á mannkynið þegar ég heyri einhvern segja gæskan. En aftur að blöðungnum. Brátt yrði dvalar- og elliheimili á Fáskrúðsfirði tilbúið, í ofanverðum bænum yrði það formlega opnað árið eftir. Ákveðið hafði verið að efna til samkeppni þar sem íbúum gafst kostur á að nefna heimilið og mátti hver íbúi senda inn eins margar hugmyndir og hann lysti. Við vinkonurnar lögðum nótt við dag og krotuðum niður elliheimilanöfn í kílóavís. Því fleiri smelli sem við ættum í pottinum - því meiri líkur hlytu að vera á vinningssætinu. Eða ekki. Elliheimilið fékk ekki nafnið Regnbogaland, Endastöð, Ellilaunin, Fáskrúðsfjör né Forneskjuhöllin. Uppsalir skyldi það heita - ágætis kennslustund í að stundum eru það gæðin en ekki magnið sem skiptir máli. Ef einhvers staðar vantar hins vegar nafn á dvalarheimili fyrir aldraða um þessar mundir er Gleym-mér-ei kannski pæling.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun