Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES Heimir Már Pétursson. skrifar 21. febrúar 2011 18:48 Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur. Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur.
Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira