Körfubolti

ÍR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í Seljaskóla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Bartolotta hefur gerbreytt ÍR-liðinu.
James Bartolotta hefur gerbreytt ÍR-liðinu. Mynd/Arnþór
ÍR-ingar fóru á kostum í seinni hálfleik í 19 stiga sigri á Stjörnunni, 100-81, í leik liðanna í Seljaskóla í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjörnumenn voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en fengum slæman skell í Breiðholtinu í kvöld.

ÍR-ingar unnu seinni hálfleikinn 66-43 eftir að hafa aðeins skoraði 34 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Þetta var fjórði heimasigur liðsins í röð og fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum sínum.

James Bartolotta var í miklu stuði í ÍR-liðinu í kvöld og var með 31 stig og 5 stoðsendingar. Nemanja Sovic skoraði 15 stig og Eiríkur Önundarson skoraði 14 stig. Kelly Biedler var með 13 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.

Eistinn Renato Lindmets skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna og Jovan Zdravevski var með 16 stig þar af 11 þeirra í fyrri hálfleik. Justin Shouse skoraði 11 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Stjörnumenn byrjuðu betur, voru 19-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 38-34. ÍR-ingar séru leiknum hinsvegar sér í hag í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 27-18 og komust þar með fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 61-56. ÍR-ingar bættu síðan í fjórða leikhluta og tryggðu sér 19 stiga sigur.



ÍR-Stjarnan 100-81 (14-19, 20-19, 27-18, 39-25)Stig ÍR: James Bartolotta 31/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 15/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 14/6 fráköst, Kelly  Biedler 13/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinbjörn Claesson 12/5 stoðsendingar, Níels Dungal 10, Hjalti Friðriksson 5.

Stig Stjörnunnar: Renato Lindmets 24/9 fráköst, Jovan Zdravevski 16, Justin Shouse 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Ólafur Aron Ingvason 5, Dagur Kár Jónsson 3, Daníel G. Guðmundsson 3/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3, Guðjón Lárusson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×