Körfubolti

NBA: Boston hristi af sér slenið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul PIerce á ferðinni í nótt.
Paul PIerce á ferðinni í nótt.
Leikmenn Boston Celtics virtust vera búnir að jafna sig á brotthvarfi Kendrick Perkins í nótt er liðið lagði LA Clippers af velli.

Kevin Garnett sagði að það hefði verið eins og að missa fjölskyldumeðlim þegar félagið sendi Perkins frá sér og frammistaða Celtics í kjölfarið var hörmuleg og liðið tapaði gegn Denver.

"Þetta hefur tekið á tilfinningarnar því menn sáu virkilega á eftir Perkins úr búningsklefanum," sagði Paul Pierce í nótt.

Úrslit:

Detroit-Utah  120-116

Washington-Dallas  99-105

Memphis-Sacramento  120-92

Houston-NJ Nets  123-108

Milwaukee-Chicago  75-83

LA Clippers-Boston  92-99

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×