Körfubolti

Wall bestur í nýliðaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Wall og Blake Griffin í leiknum í nótt.
John Wall og Blake Griffin í leiknum í nótt. Mynd/AP
John Wall var valinn maður leiksins er nýliðarnir höfðu betur gegn áskorendunum, 148-140, í nýliðaleik NBA-deildarinnar í nótt.

Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar er haldin hátíðleg vestanhafs nú um helgina og fer sjálfur Stjörnuleikurinn fram á aðfaranótt mánudags.

Í nótt mættust úrvalslið nýliða í deildinni og úrvalslið leikmanna sem eru á sínu öðru ári í deildinni í hinni svokölluðu nýliðaáskorun, Rookie Challenge.

Nýliðarnir höfðu betur og var Wall, leikmaður Washington, valinn maður leiksins. Hann skoraði ekki nema tólf stig sjálfur en gaf alls 22 stoðsendingar.

DeMarcus Cousins hjá Sacramento var stigahæstur nýliðanna með 33 stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst.

Leikurinn fór fram í Staples Center í Los Angeles og var heimamaðurinn James Harden stigahæstur fyrir áskorendaliðið með 30 stig. DeJuan Blair, leikmaður San Antonio, kom næstur með 28 stig.

Þetta er annað árið í röð sem nýliðarnir hafa betur í þessari viðureigninni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×