Beint í vasa sauðfjárbænda Þórólfur Matthíasson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Árlegur beinn stuðningur skattgreiðenda við sauðfjárframleiðslu er um fjórir milljarðar króna. Um tveir milljarðar eru í formi svokallaðra beingreiðslna, ríflega milljarður er í formi gæðastýringarálags sem svo er kallað, afgangurinn er í formi ullarnýtingarframlags, framlags til markaðsstarfs (m.a. erlendis!) og í formi framlags til Lífeyrissjóðs bænda. Fjórir milljarðar eru mikið fé. Til samanburðar kostar rekstur allra sendiráða og sendiskrifstofa Íslands erlendis um þrjá milljarða og rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kostar um fjóra milljarða króna. Auk greiðslna til sauðfjárbænda senda skattgreiðendur einnig kúabændum og grænmetisbændum glaðning. Allt í allt eru heildartilfærslur frá skattgreiðendum til bænda um 11 milljarðar króna á ári. Það er geipimikið fé. Ellefu milljarðar króna eru tæplega 37 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu eða um 150 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Beingreiðslurnar eru byggðar á samningi milli Bændasamtakanna og ríkisstjórnar Íslands. Samningurinn skuldbindur ríkissjóð til að afhenda sauðfjárbændum alla þessa fjármuni á ákveðnum dögum. Venjan er sú að þegar tveir aðilar gera með sér samning felst í samningnum gagnkvæmar skuldbindingar. Óljóst er hver skuldbinding bænda er. Ég tel að samningurinn og þeir ofurtollar sem landbúnaðarráðuneyti leggur á innfluttar kjötafurðir skuldbindi bændur siðferðilega til að selja stærstan hluta framleiðslu sinnar á innlendum markaði. Kjörnir talsmenn bænda og ráðnir embættismenn þeirra benda á hinn bóginn á að ekki sé bókstafur í undirrituðum samningnum er lúti í þessa átt. Bændum sé frjálst að ráðstafa sínum sláturafurðum eins og þeim sýnist þrátt fyrir að bændur hafi þegið fjóra milljarða „að gjöf“ frá skattgreiðendum. Löglegt? Vissulega. Siðlaust? Já, að mínu viti. Beingreiðslur og gæðastýringarálag dreifist á sauðfjárbændur í samræmi við greiðslumark hvers býlis auk fjölda sauðfjár sem talið er fram á búfjárskýrslum. Greiðslumark ræðst af fjölda ærgilda sem skráð er á hvert býli. Greiðsla á hvert ærgildi nam ríflega 5.700 krónum á árinu 2010. Meðalgæðastýringarálag var um helmingur þeirrar fjárhæðar. Taflan hér fyrir ofan sýnir meðalupphæð beingreiðslna og gæðastýringarálags á býli eftir stærð býlanna. Stærðin er mæld í ærgildum. Taflan ber með sér að 1.926 býli fengu beingreiðslur árið 2010. Að meðaltali fær hvert býli 1,1 milljón króna árlega. Sé gæðastýringargreiðslunum bætt við er greiðsla á býli ríflega 1,6 milljónir króna á ári. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 1,9 milljónir á ári. Um 750 býli eru með greiðslumark undir 100 ærgildum. Þau tæplega 1.200 býli sem eru með hærra greiðslumark en 100 ærgildi fá sendar frá tveimur og upp í ellefu milljónir króna í umslagi frá ríkisféhirði árlega. Eigendur 128 býla fá frá 5 til 11/12 milljónir á ári, eða frá 400 þúsund krónum og upp í um eina milljón króna mánaðarlega. Þetta jafngildir fullum atvinnuleysisbótum 2ja til sex karla eða kvenna allan ársins hring! Það verður ekki annað sagt en ríkisvaldið og skattgreiðendur séu að gera afar vel við ábúendur á þessum 128 býlum. Þó þversagnarkennt sé þá er afkoma allmargra bænda slæm þrátt fyrir miklar tilfærslur fjármuna frá skattgreiðendum. Ástæðan er óhagkvæm stærð búanna og óþarflega mikið umfang greinarinnar allrar. Ætla mætti að ríkisvaldið reyndi að nota þá miklu fjármuni sem til landbúnaðarstarfseminnar rennur til að koma rekstrinum á heilbrigt og sjálfbært stig. Það er ekki gert heldur afhendir landbúnaðarráðherra sauðfjárbændum þessa fjóra milljarða króna án skuldbindinga og skilyrða. Slík skilyrðislaus afhending fjár viðgengst ekki einu sinni í hinu „vonda“ Evrópusambandi. Evrópusambandsbændur þurfa að sækja um beingreiðslur og fá þær ekki nema þeim takist að sýna fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær, að landnýting stuðli ekki að rányrkju, að notkun aukaefna sé innan viðurkenndra marka o.s.frv. Eðlilegt væri hér á landi að binda beingreiðslur við skilyrði um lágmarks sölumagn dilkakjöts á innanlandsmarkaði, að búskapur styrkþegans sé sjálfbær og stuðli ekki að uppblæstri, að fé sé í beitarhólfum og ekki í vegköntum eða uppblásnum heiðarlöndum. Atvinnulaus maður þarf að leggja fram alls konar vottorð áður en hann fær sínar bætur. Atvinnulaus maður þarf að sækja námskeið og leita sér vinnu til að halda bótum sínum. Beingreiðslur streyma hins vegar án umsóknar og án nokkurra skilyrða frá ríkisféhirði til handhafa greiðslumarks. Að lokum þetta: Skilyrðislaust peningaaustur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda viðheldur hallarekstri margra sauðfjárbúa, tefur eða kæfir eðlilega þróun greinarinnar, skilar neytendum dýru kjöti og skattgreiðendum ómældum útgjöldum. Það er erfitt að skilja að nokkur aðili sem starfar að framleiðslumálum og styrkjamálum sauðfjárbúskaparins geti unað við óbreytt ástand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Árlegur beinn stuðningur skattgreiðenda við sauðfjárframleiðslu er um fjórir milljarðar króna. Um tveir milljarðar eru í formi svokallaðra beingreiðslna, ríflega milljarður er í formi gæðastýringarálags sem svo er kallað, afgangurinn er í formi ullarnýtingarframlags, framlags til markaðsstarfs (m.a. erlendis!) og í formi framlags til Lífeyrissjóðs bænda. Fjórir milljarðar eru mikið fé. Til samanburðar kostar rekstur allra sendiráða og sendiskrifstofa Íslands erlendis um þrjá milljarða og rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kostar um fjóra milljarða króna. Auk greiðslna til sauðfjárbænda senda skattgreiðendur einnig kúabændum og grænmetisbændum glaðning. Allt í allt eru heildartilfærslur frá skattgreiðendum til bænda um 11 milljarðar króna á ári. Það er geipimikið fé. Ellefu milljarðar króna eru tæplega 37 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu eða um 150 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Beingreiðslurnar eru byggðar á samningi milli Bændasamtakanna og ríkisstjórnar Íslands. Samningurinn skuldbindur ríkissjóð til að afhenda sauðfjárbændum alla þessa fjármuni á ákveðnum dögum. Venjan er sú að þegar tveir aðilar gera með sér samning felst í samningnum gagnkvæmar skuldbindingar. Óljóst er hver skuldbinding bænda er. Ég tel að samningurinn og þeir ofurtollar sem landbúnaðarráðuneyti leggur á innfluttar kjötafurðir skuldbindi bændur siðferðilega til að selja stærstan hluta framleiðslu sinnar á innlendum markaði. Kjörnir talsmenn bænda og ráðnir embættismenn þeirra benda á hinn bóginn á að ekki sé bókstafur í undirrituðum samningnum er lúti í þessa átt. Bændum sé frjálst að ráðstafa sínum sláturafurðum eins og þeim sýnist þrátt fyrir að bændur hafi þegið fjóra milljarða „að gjöf“ frá skattgreiðendum. Löglegt? Vissulega. Siðlaust? Já, að mínu viti. Beingreiðslur og gæðastýringarálag dreifist á sauðfjárbændur í samræmi við greiðslumark hvers býlis auk fjölda sauðfjár sem talið er fram á búfjárskýrslum. Greiðslumark ræðst af fjölda ærgilda sem skráð er á hvert býli. Greiðsla á hvert ærgildi nam ríflega 5.700 krónum á árinu 2010. Meðalgæðastýringarálag var um helmingur þeirrar fjárhæðar. Taflan hér fyrir ofan sýnir meðalupphæð beingreiðslna og gæðastýringarálags á býli eftir stærð býlanna. Stærðin er mæld í ærgildum. Taflan ber með sér að 1.926 býli fengu beingreiðslur árið 2010. Að meðaltali fær hvert býli 1,1 milljón króna árlega. Sé gæðastýringargreiðslunum bætt við er greiðsla á býli ríflega 1,6 milljónir króna á ári. Til samanburðar eru grunnatvinnuleysisbætur 1,9 milljónir á ári. Um 750 býli eru með greiðslumark undir 100 ærgildum. Þau tæplega 1.200 býli sem eru með hærra greiðslumark en 100 ærgildi fá sendar frá tveimur og upp í ellefu milljónir króna í umslagi frá ríkisféhirði árlega. Eigendur 128 býla fá frá 5 til 11/12 milljónir á ári, eða frá 400 þúsund krónum og upp í um eina milljón króna mánaðarlega. Þetta jafngildir fullum atvinnuleysisbótum 2ja til sex karla eða kvenna allan ársins hring! Það verður ekki annað sagt en ríkisvaldið og skattgreiðendur séu að gera afar vel við ábúendur á þessum 128 býlum. Þó þversagnarkennt sé þá er afkoma allmargra bænda slæm þrátt fyrir miklar tilfærslur fjármuna frá skattgreiðendum. Ástæðan er óhagkvæm stærð búanna og óþarflega mikið umfang greinarinnar allrar. Ætla mætti að ríkisvaldið reyndi að nota þá miklu fjármuni sem til landbúnaðarstarfseminnar rennur til að koma rekstrinum á heilbrigt og sjálfbært stig. Það er ekki gert heldur afhendir landbúnaðarráðherra sauðfjárbændum þessa fjóra milljarða króna án skuldbindinga og skilyrða. Slík skilyrðislaus afhending fjár viðgengst ekki einu sinni í hinu „vonda“ Evrópusambandi. Evrópusambandsbændur þurfa að sækja um beingreiðslur og fá þær ekki nema þeim takist að sýna fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær, að landnýting stuðli ekki að rányrkju, að notkun aukaefna sé innan viðurkenndra marka o.s.frv. Eðlilegt væri hér á landi að binda beingreiðslur við skilyrði um lágmarks sölumagn dilkakjöts á innanlandsmarkaði, að búskapur styrkþegans sé sjálfbær og stuðli ekki að uppblæstri, að fé sé í beitarhólfum og ekki í vegköntum eða uppblásnum heiðarlöndum. Atvinnulaus maður þarf að leggja fram alls konar vottorð áður en hann fær sínar bætur. Atvinnulaus maður þarf að sækja námskeið og leita sér vinnu til að halda bótum sínum. Beingreiðslur streyma hins vegar án umsóknar og án nokkurra skilyrða frá ríkisféhirði til handhafa greiðslumarks. Að lokum þetta: Skilyrðislaust peningaaustur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda viðheldur hallarekstri margra sauðfjárbúa, tefur eða kæfir eðlilega þróun greinarinnar, skilar neytendum dýru kjöti og skattgreiðendum ómældum útgjöldum. Það er erfitt að skilja að nokkur aðili sem starfar að framleiðslumálum og styrkjamálum sauðfjárbúskaparins geti unað við óbreytt ástand.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun