Hafa játað á sig 75 innbrot 16. mars 2011 06:00 Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira