Hvar á að skera? Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. maí 2010 06:00 Jafnrétti til náms er ein af grunnstoðum norræns velferðarsamfélags. Í því felst sannur jöfnuður í því að hverjum og einum eru gerð sömu tækifæri til þess að mennta sig. Hvernig fólk svo vinnur úr þeim tækifærum er annað mál. Að loknu grunn- og framhaldsskólanámi á fólk að standa frammi fyrir sömu tækifærum til þess að mennta sig til framtíðar. Í jafnrétti til náms felast grunngildi samfélagsins sem horfa verður til þegar kemur að fyrirhuguðum niðurskurði útgjalda til menntastofnana landsins. Hér er uppi sú algalna staða að sjö til átta háskólar þjóna ríflega 300 þúsunda manna samfélagi. Þumalputtaregla segir okkur að í útlöndum standi alla jafna um milljón manns að baki hverjum einum háskóla. Komi til hagræðingar í þá veru að ríki kosti ekki kennslu sömu námsgreinarinnar á háskólastigi í mörgum skólum verður illa séð að það samræmist þeim gildum sem hér hafa verið í heiðri höfð um jöfn tækifæri til náms að eftirláta einkaskólum sem innheimta há skólagjöld kennslu í þeim greinum sem núna eru kennd við marga skóla. Þarna er undir lögfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Á fjárlögum 2010 eru heildarútgjöld til menntamálaráðuneytisins rúmir 58,8 milljarðar króna, svo sem má svo glögglega sjá á vefnum www.datamarket.com. Í niðurbroti kemur svo fram að af þeirri upphæð renna 14.988 milljónir króna til skóla á háskólastigi, hvort heldur þeir eru í eigu ríkisins eða annarra. Ef Listaháskóli Íslands er sökum sérstöðu sinnar tekinn út fyrir sviga standa eftir Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst sem einkaskólar sem innheimta skólagjöld um leið og þeir taka við framlagi frá ríkinu. Framlag til HR er 2.067 milljónir króna og 329,4 milljónir renna til Háskólans á Bifröst. Það eru 2.396,4 milljónir króna, eða 16 prósent af útgjöldum til háskóla. Með þeirri ákvörðun einni að hætta framlögum til einkaskóla sem innheimta skólagjöld virðist markmiðum næsta árs í sparnaði í Háskólakerfinu náð. Er þá ekkert horft til mögulegrar hagræðingar annarrar, svo sem endurskoðun á aðkomu Háskóla Íslands að Keili eða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Nefna má góðan árangur í þróun kennaranáms og fjarkennslu fyrir norðan. Ætti því fátt að standa í vegi fyrir því að færa kennaranám alfarið þangað. Auðvitað er hér um einföldun að ræða, því eitthvert myndi það fólk leita til að mennta sig sem annars hefði ákveðið að stunda nám við þá skóla þar sem niðurskurðarhnífinn ber niður. Þá er ekki loku fyrir það skotið að einkaskólar gætu haldið áfram starfsemi án ríkisstyrkja. Margt gott hefur fylgt þeim skólum sem hér er stungið upp á að verði fyrir barðinu á harkalegum niðurskurði. Fjölbreytni námsleiða hefur aukist, samkeppni milli háskóla hefur veitt faglegt aðhald og líklegt að fleiri hafi sótt sér framhaldsmenntun en ella hefði verið. Núna blasir hins vegar við harkalegur samdráttur eftir eitthvert mesta efnahagshrun sem þróað vestrænt ríki hefur orðið fyrir, hrun gjaldmiðils og svo fjármálakerfis ofan í sprungna eignabólu. Þá hlýtur að þurfa að horfa til grunngilda sem við viljum að þetta samfélag byggi á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Jafnrétti til náms er ein af grunnstoðum norræns velferðarsamfélags. Í því felst sannur jöfnuður í því að hverjum og einum eru gerð sömu tækifæri til þess að mennta sig. Hvernig fólk svo vinnur úr þeim tækifærum er annað mál. Að loknu grunn- og framhaldsskólanámi á fólk að standa frammi fyrir sömu tækifærum til þess að mennta sig til framtíðar. Í jafnrétti til náms felast grunngildi samfélagsins sem horfa verður til þegar kemur að fyrirhuguðum niðurskurði útgjalda til menntastofnana landsins. Hér er uppi sú algalna staða að sjö til átta háskólar þjóna ríflega 300 þúsunda manna samfélagi. Þumalputtaregla segir okkur að í útlöndum standi alla jafna um milljón manns að baki hverjum einum háskóla. Komi til hagræðingar í þá veru að ríki kosti ekki kennslu sömu námsgreinarinnar á háskólastigi í mörgum skólum verður illa séð að það samræmist þeim gildum sem hér hafa verið í heiðri höfð um jöfn tækifæri til náms að eftirláta einkaskólum sem innheimta há skólagjöld kennslu í þeim greinum sem núna eru kennd við marga skóla. Þarna er undir lögfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Á fjárlögum 2010 eru heildarútgjöld til menntamálaráðuneytisins rúmir 58,8 milljarðar króna, svo sem má svo glögglega sjá á vefnum www.datamarket.com. Í niðurbroti kemur svo fram að af þeirri upphæð renna 14.988 milljónir króna til skóla á háskólastigi, hvort heldur þeir eru í eigu ríkisins eða annarra. Ef Listaháskóli Íslands er sökum sérstöðu sinnar tekinn út fyrir sviga standa eftir Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst sem einkaskólar sem innheimta skólagjöld um leið og þeir taka við framlagi frá ríkinu. Framlag til HR er 2.067 milljónir króna og 329,4 milljónir renna til Háskólans á Bifröst. Það eru 2.396,4 milljónir króna, eða 16 prósent af útgjöldum til háskóla. Með þeirri ákvörðun einni að hætta framlögum til einkaskóla sem innheimta skólagjöld virðist markmiðum næsta árs í sparnaði í Háskólakerfinu náð. Er þá ekkert horft til mögulegrar hagræðingar annarrar, svo sem endurskoðun á aðkomu Háskóla Íslands að Keili eða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Nefna má góðan árangur í þróun kennaranáms og fjarkennslu fyrir norðan. Ætti því fátt að standa í vegi fyrir því að færa kennaranám alfarið þangað. Auðvitað er hér um einföldun að ræða, því eitthvert myndi það fólk leita til að mennta sig sem annars hefði ákveðið að stunda nám við þá skóla þar sem niðurskurðarhnífinn ber niður. Þá er ekki loku fyrir það skotið að einkaskólar gætu haldið áfram starfsemi án ríkisstyrkja. Margt gott hefur fylgt þeim skólum sem hér er stungið upp á að verði fyrir barðinu á harkalegum niðurskurði. Fjölbreytni námsleiða hefur aukist, samkeppni milli háskóla hefur veitt faglegt aðhald og líklegt að fleiri hafi sótt sér framhaldsmenntun en ella hefði verið. Núna blasir hins vegar við harkalegur samdráttur eftir eitthvert mesta efnahagshrun sem þróað vestrænt ríki hefur orðið fyrir, hrun gjaldmiðils og svo fjármálakerfis ofan í sprungna eignabólu. Þá hlýtur að þurfa að horfa til grunngilda sem við viljum að þetta samfélag byggi á.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun