Vanillukrem með rjóma, rifnum marengs og ávöxtum 18. september 2010 16:44 Vanillukrem með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu. Mynd/Anton Brink Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro, töfrar fram girnilega uppskrift að vanillukremi með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu fyrir sex manns.Vanillukrem Fyrir sex½ l mjólk1 vanillustöng125 g sykur125 g eggjarauður25 g maísenamjöl100 ml rjómi, léttþeyttur Þeytið eggjarauðurnar léttar og ljósar, bætið sykrinum og maísmjöli út í og þeytið vel saman. Sjóðið saman mjólkina og vanillustöngina í potti og fáið suðuna upp. Hellið mjólkinni hægt saman við eggjablönduna og hrærið á meðan. Setjið svo allt aftur í pott og hitið þar til blandan fer að þykkna. Látið kólna. Blandið saman við léttþeyttan rjóma.Marengs150 g púðursykur90 g eggjahvítur Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn, smyrjið í hring á bökunarplötu og bakið við 120°C í 1 klukkustund, slökkvið þá á ofninum og látið standa í ofninum í klukkutíma í viðbót. Takið marengsinn út og kælið. Þá er hann tilbúinn og má rífa yfir vanillukremið.Ávextir yfir:1 bolli fersk jarðarber, skorin niður½ fersk mynta, söxuðbörkur af ½ sítrónu eða lime, rifinn Blandið saman og hellið yfir. Eftirréttir Marens Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro, töfrar fram girnilega uppskrift að vanillukremi með rjóma, rifnum marengs og ferskri ávaxtablöndu fyrir sex manns.Vanillukrem Fyrir sex½ l mjólk1 vanillustöng125 g sykur125 g eggjarauður25 g maísenamjöl100 ml rjómi, léttþeyttur Þeytið eggjarauðurnar léttar og ljósar, bætið sykrinum og maísmjöli út í og þeytið vel saman. Sjóðið saman mjólkina og vanillustöngina í potti og fáið suðuna upp. Hellið mjólkinni hægt saman við eggjablönduna og hrærið á meðan. Setjið svo allt aftur í pott og hitið þar til blandan fer að þykkna. Látið kólna. Blandið saman við léttþeyttan rjóma.Marengs150 g púðursykur90 g eggjahvítur Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn, smyrjið í hring á bökunarplötu og bakið við 120°C í 1 klukkustund, slökkvið þá á ofninum og látið standa í ofninum í klukkutíma í viðbót. Takið marengsinn út og kælið. Þá er hann tilbúinn og má rífa yfir vanillukremið.Ávextir yfir:1 bolli fersk jarðarber, skorin niður½ fersk mynta, söxuðbörkur af ½ sítrónu eða lime, rifinn Blandið saman og hellið yfir.
Eftirréttir Marens Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp