Ekki trufla Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 18. október 2010 06:00 Það er alkunna að spjót auglýsingaherferða beinast að því að sýna fólki hvernig líf þess gæti hugsanlega verið. Síðustu árin hefur hamingjan gjarnan verið kynnt til sögunnar sem sjálfhverf „þín stund, þinn staður". Þær stundir eru hljóðeingraðar, stílhreinar, börnin komin í pössun og ekki einn aukasokkur á eldhúsborðinu. Engin háreysti, engin gæludýr, engir nágrannar. Þú átt einlæga stund með sjálfum þér, ávexti eða bolla af góðu kaffi. Og slakar á. Manngerðirnar sem látnar eru kynna þessa hamingju til sögunnar eru frekar einsleitar. Hreyfingar þeirra eru ekki hvikular, þær snæða einfalda rétti af stakri ró, hægeldaðan aspas, tyggja hægt og kyngja af hægð. Matur er því ekki lífsnauðsyn. Át er nostur. Það er nostur að vera til, eitt unaðslegt fitl og dundur við sjálfan sig. Lífið og eðlilegir fylgifiskar þess, hljóð, óhljóð, óreiða, skítugur þvottur og hraðeldaðir afgangar frá deginum áður eru þar af leiðandi svarnir óvinir og stöðug ógn við lífshamingjuna. Þessi margauglýsta og eftirsótta stund með sjálfum sér, birtist ekki bara í auglýsingum. Tuggan er komin lengra, hún birtist í bíómyndum í fullri lengd, svo sem Eat, Pray and Love. Með nöfnu minni Roberts geta konur séð sitt hugsanlega framtíðarsjálf og draumalífið í hillingum. Tilvísun í áðurnefndar auglýsingar er ekki langt undan. Frú Roberts flýr ófullnægju sína sem rithöfundur og eiginkona Ameríku og leitar hennar í langri, langri Barilla-pastaauglýsingu á Ítalíu. Eftir hlé nægir það Juliu ekki lengur að heila sig í gegnum í hægsoðið pasta, heldur þarf hún að fara lengra í austurátt og leitar „inn á við" í stefi sem rímar Spa-auglýsingar nútímans. Mér var hugsað til þeirrar geðróar sem sjálfsrækt í friði og ró á að færa nútímafólki. Og hvernig það er þegar lífið sjálft ber að dyrum. Þegar nágrannabarnið fer að æfa sig á trompetið, heimilispáfagaukurinn fer að skrækja hærra og hærra eftir því sem hann kalkar, barnið pissar á baðherbergisgólfið, kötturinn í sófasettið og maður sjálfur eldar útrunnið hakk. Hvað þá? Hvað á þá þessi ímynd sem hefur verið kynnt til sögunnar undanfarin ár þá að gera? Flýr hún til Bali á jóganámskeið, spyr pendúlinn ráða, eða snappar bara og hellir kaffibollanum yfir hausinn á sér? Erum við ekki að koma okkur úr þjálfun smám saman við að takast á við baslið og lífið. Og farin að trúa því að það sé skemmtilegra að vera einn í lautu en heima í sóðalegu hreiðri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Það er alkunna að spjót auglýsingaherferða beinast að því að sýna fólki hvernig líf þess gæti hugsanlega verið. Síðustu árin hefur hamingjan gjarnan verið kynnt til sögunnar sem sjálfhverf „þín stund, þinn staður". Þær stundir eru hljóðeingraðar, stílhreinar, börnin komin í pössun og ekki einn aukasokkur á eldhúsborðinu. Engin háreysti, engin gæludýr, engir nágrannar. Þú átt einlæga stund með sjálfum þér, ávexti eða bolla af góðu kaffi. Og slakar á. Manngerðirnar sem látnar eru kynna þessa hamingju til sögunnar eru frekar einsleitar. Hreyfingar þeirra eru ekki hvikular, þær snæða einfalda rétti af stakri ró, hægeldaðan aspas, tyggja hægt og kyngja af hægð. Matur er því ekki lífsnauðsyn. Át er nostur. Það er nostur að vera til, eitt unaðslegt fitl og dundur við sjálfan sig. Lífið og eðlilegir fylgifiskar þess, hljóð, óhljóð, óreiða, skítugur þvottur og hraðeldaðir afgangar frá deginum áður eru þar af leiðandi svarnir óvinir og stöðug ógn við lífshamingjuna. Þessi margauglýsta og eftirsótta stund með sjálfum sér, birtist ekki bara í auglýsingum. Tuggan er komin lengra, hún birtist í bíómyndum í fullri lengd, svo sem Eat, Pray and Love. Með nöfnu minni Roberts geta konur séð sitt hugsanlega framtíðarsjálf og draumalífið í hillingum. Tilvísun í áðurnefndar auglýsingar er ekki langt undan. Frú Roberts flýr ófullnægju sína sem rithöfundur og eiginkona Ameríku og leitar hennar í langri, langri Barilla-pastaauglýsingu á Ítalíu. Eftir hlé nægir það Juliu ekki lengur að heila sig í gegnum í hægsoðið pasta, heldur þarf hún að fara lengra í austurátt og leitar „inn á við" í stefi sem rímar Spa-auglýsingar nútímans. Mér var hugsað til þeirrar geðróar sem sjálfsrækt í friði og ró á að færa nútímafólki. Og hvernig það er þegar lífið sjálft ber að dyrum. Þegar nágrannabarnið fer að æfa sig á trompetið, heimilispáfagaukurinn fer að skrækja hærra og hærra eftir því sem hann kalkar, barnið pissar á baðherbergisgólfið, kötturinn í sófasettið og maður sjálfur eldar útrunnið hakk. Hvað þá? Hvað á þá þessi ímynd sem hefur verið kynnt til sögunnar undanfarin ár þá að gera? Flýr hún til Bali á jóganámskeið, spyr pendúlinn ráða, eða snappar bara og hellir kaffibollanum yfir hausinn á sér? Erum við ekki að koma okkur úr þjálfun smám saman við að takast á við baslið og lífið. Og farin að trúa því að það sé skemmtilegra að vera einn í lautu en heima í sóðalegu hreiðri?