Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 21:06 Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira