Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi 19. maí 2010 04:00 telja Lífeyrissjóði gegna mikilvægu hlutverki Salvör Nordal og Steingrímur J. Sigfússon voru ræðumenn á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira