Fótbolti

Thierry Henry gefur tíu milljónir til hjálpar Haíti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry, leikmaður Barcelona.
Thierry Henry, leikmaður Barcelona. Mynd/AFP
Thierry Henry, framherji Barcelona og franska landsliðsins, var mjög rausnarlegur þegar hann gaf 56 þúsund evrur, eða tíu milljónir íslenskra króna, til hjálparstarfs á Haíti í kjölfar jarðskjálftans hræðilega á dögunum.

„Þessi harmleikur kom mjög við hjarta mitt og það er mjög gott að allir ætla að sameinast um að koma til Haítibúm til hjálpar," sagði Henry á heimasíðu Barcelona.

„Þetta kemur við mig því fyrir 20 árum lentu íbúar Gvadelúpeyja í svipuðu og ég veit hvað Haiítibúar eru að ganga í gegnum því ég á marga vini á Gvadelúpeyjum," sagði Henry sem er

„Haíti er gömul frönsk nýlenda og það er eins og þeir séu frændur okkar. Þeir þurfa hjálp og ég varð að gera eitthvað. Það er ástæðan fyrir því að ég gaf til hjálparstarfsins," sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×