Lífið

Stieg Larsson nær milljón

Millenium-þríleikurinn hefur notið mikilla vinsælda.
Millenium-þríleikurinn hefur notið mikilla vinsælda.

Bókin Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson hefur selst í meira en milljón eintaka í Bretlandi. Hún er þar með orðin 21. bókin á þessari öld sem nær þessum árangri.

Önnur bókin í röðinni, Stúlkan sem lék sér að eldinum, hefur selst í 680 þúsundum eintaka og síðasta bókin, Loftkastalinn sem hrundi, í 556 þúsundum eintaka. Sú bók kom út í kilju í síðasta mánuði og seldist þá í 98 þúsund eintökum á aðeins þremur dögum.

Alls hafa bækur Stiegs Larsson selst fyrir 13,8 milljónir punda á Bretlandi, eða um tvo og hálfan milljarð króna. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu milljón bóka í Millenium-þríleiknum selst í alls 41 landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.