Fótbolti

Fletcher: Óttumst engan á Old Trafford

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fletcher í baráttunni gegn Bæjurum.
Fletcher í baráttunni gegn Bæjurum.

Darren Fletcher segir að Manchester United óttist engan á heimavelli. Liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 gegn FC Bayern en liðin mætast næsta miðvikudag í seinni leiknum á Old Trafford.

„Okkur líður alltaf best á Old Trafford sama hver mótherjinn er. Bayern er gott lið en það góða við þetta lið er að við komum alltaf til baka eftir úrslit sem valda vonbrigðum," segir Fletcher.

Ljóst er að United verður án Rooney í seinni leiknum. „Hann er augljóslega einn besti leikmaður heims svo þetta er áfall. En við eigum fleiri góða leikmenn. Dimitar Berbatov, Antonio Valencia og Ryan Giggs komu af bekknum gegn Bayern sem sýnir ákveðin gæði."

„Það eru stórleikir framundan. Næstu tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir," segir Fletcher en United á leik gegn Chelsea í toppslag úrvalsdeildarinnar á laugardag áður en liðið fær FC Bayern í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×