Innlent

Framhaldsskólar að hefja störf

Skólasetning við MR Nemendur MR gengu fylktu liði úr Gamla skóla í Dómkirkjuna í Reykjavík við skólasetningu í gær.	Fréttablaðið/Anton
Skólasetning við MR Nemendur MR gengu fylktu liði úr Gamla skóla í Dómkirkjuna í Reykjavík við skólasetningu í gær. Fréttablaðið/Anton

Framhaldsskólar landsins eru flestir að hefja störf aftur þessa dagana eftir sumarfrí. Í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum, Iðnskóla Hafnarfjarðar og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ fór fram skólasetning í gær en Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Tækniskólinn verða settir í dag.

Á mánudag hefst kennsla við MH, Kvennaskólann, Borgarholtsskóla, Flensborgarskólann og Fjölbrautaskóla Garðabæjar.

Aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu hefja störf seinna í næstu viku en Hraðbraut hefur þegar hafið kennslu.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×