Barn meðal þjóða 8. janúar 2010 06:00 Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að skrifa ekki undir Icesave-ábyrgðina er ágæt að þremur ástæðum. Að öllu öðru leyti er hún vond. En við skulum horfa á björtu hliðarnar: Í fyrsta lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Ísland er í raun stjórnlaust. Forsetinn, þingið, ríkisstjórnin - einnig fjölmiðlar, meira að segja kirkjan - velkjast um í róstusömu almenningsálitinu, sem aftur stjórnast af sjálfsréttlætingu, heift og harmakveini um að allt sé öðrum um að kenna. Veikleikar hins formlega valds eru eðlileg afleiðing misbeitingar stjórnmálaforingja - hinna sterku manna - á stjórnkerfinu allt frá tíma heimastjórnar. Íslendingar eru Perónistar og Gaulistar. Þeir hafa meiri trú á töframönnum en valddreifðu stjórnkerfi. Af þeim sökum hafa stjórnmálahöfðingjar komist upp með að beygja undir sig flokka, sem aftur mylja undir sig ríkisstjórnir, sem aftur kúga þingið, dómstólana og stjórnkerfið. Eftir hrun er ekki lengur samstaða um þetta peróníska sístem. En það er heldur engin samstaða um hvað á að taka við. Fyrir ári vaknaði krafa um stjórnlagaþing til að finna út úr hvert skyldi stefna. En þjóðin kaus frekar að pexa um Icesave. Ákvörðun Ólafs Ragnars dregur skýrt fram að ekki er hægt að fresta því lengur að endurskoða stjórnarskrá og byggja á henni nýtt lýðveldi. Það er gott að það sé orðið ljóst. Í öðru lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að það er ekkert að marka málflutning stjórnarandstöðunnar. Hún valdi sér Icesave af því hún taldi það gott tæki til að berja á ríkisstjórninni og minnka pólitíska inneign hennar. Í þeim leik skipti engu hvað var satt og hverju var logið. Stjórnarandstaðan lét í það skína, að í Icesave væru fundnar skuldir óreiðumannanna sem amma Davíðs vildi ekki borga. Síðustu daga hefur hins vegar komið skýrt fram að enginn getur í alvöru lagt til að íslensk stjórnvöld hlaupi frá Icesave. Skuldina má rekja til samþykktar Alþingis á innistæðutryggingum - einskonar brunatryggingu innistæðna - og síðar með margítrekuðum yfirlýsingum ráðherra og Seðlabankastjóra um að íslenska ríkið myndi styðja kerfið ef illa færi. Þegar síðan illa fór, settu stjórnvöld á neyðarlög sem sviptu kröfuhafa Landsbankans öllum eignum búsins og létu þannig lánardrottna Landsbankans borga fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar. Lengra verður ekki hlaupið frá ábyrgðinni. Ef eignir Landsbankans duga ekki til, verður íslenska ríkið að standa við samþykktir Alþingis og yfirlýsingar ráðherra og Seðlabankastjóra. Ákvörðun Ólafs Ragnars afhjúpaði þetta og innihaldsleysi málflutnings stjórnarandstöðunnar. Í þriðja lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Íslendingar eru ekki fullorðnir sem þjóð. Ef til vill erum við of fámenn til að ná þroska. Ef til vill bjóða 320 þúsund hræður ekki upp á næga fjölbreytni í skoðunum og umræðu til að þroskast. Í það minnsta þá hafa Íslendingar alltaf hegðað sér sem barn í samskiptum þjóða - í besta falli sem unglingur. Það er ef til vill lýsandi að Íslendingar héldu sjálfstæðispartíið sitt þegar pabbi var ekki heima. Á meðan Íslendingar töldu sig hafa stöðu til þess, hótuðu þeir að fara heim með boltann - Miðnesheiði. Meira og minna öll samskipti Íslendinga við útlönd hafa verið sambland af mannalátum (stríð við Íraka, sæti í öryggisráðinu) og barnalegu suði (Marshall-aðstoð án stríðsskaða, barnafargjald með Norðurlandaráði og öðrum fjölþjóðlegum stofnunum). Þegar við fæðumst njótum við skilyrðislausrar ástar foreldra okkar og í henni böðum við okkur, þar til einn daginn, að annað hljóð kemur í strokkinn. Þá segist mamma vilja knúsa okkur en aðeins ef við kúkum í koppinn. Sumir komast ekki yfir þetta áfall. Slíkir menn gera sífelldar bommertur sem þeir vilja ekki axla ábyrgð á en krefjast engu að síður ástar og aðdáunar. Ekki ætla ég að nefna dæmi um svona menn. Af umræðunni að dæma leynast þeir í hverju skoti. Sem þjóð erum við í þessu hlutverki. Við komum til nágranna okkar með kúkinn í buxunum. Þeir brugðust vel við og sögðust tilbúnir að hjálpa okkur - en með því skilyrði að við hreinsuðum kúkinn. Þá rak þjóðin upp skaðræðisöskur og heimtaði að nágrannarnir tækju sig upp og knúsuðu án skilyrða. Með ákvörðun sinni á þriðjudaginn gerðist Ólafur Ragnar forseti þessarar þjóðar. Og það er ágætt að hann hafi loks fundið sér þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að skrifa ekki undir Icesave-ábyrgðina er ágæt að þremur ástæðum. Að öllu öðru leyti er hún vond. En við skulum horfa á björtu hliðarnar: Í fyrsta lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Ísland er í raun stjórnlaust. Forsetinn, þingið, ríkisstjórnin - einnig fjölmiðlar, meira að segja kirkjan - velkjast um í róstusömu almenningsálitinu, sem aftur stjórnast af sjálfsréttlætingu, heift og harmakveini um að allt sé öðrum um að kenna. Veikleikar hins formlega valds eru eðlileg afleiðing misbeitingar stjórnmálaforingja - hinna sterku manna - á stjórnkerfinu allt frá tíma heimastjórnar. Íslendingar eru Perónistar og Gaulistar. Þeir hafa meiri trú á töframönnum en valddreifðu stjórnkerfi. Af þeim sökum hafa stjórnmálahöfðingjar komist upp með að beygja undir sig flokka, sem aftur mylja undir sig ríkisstjórnir, sem aftur kúga þingið, dómstólana og stjórnkerfið. Eftir hrun er ekki lengur samstaða um þetta peróníska sístem. En það er heldur engin samstaða um hvað á að taka við. Fyrir ári vaknaði krafa um stjórnlagaþing til að finna út úr hvert skyldi stefna. En þjóðin kaus frekar að pexa um Icesave. Ákvörðun Ólafs Ragnars dregur skýrt fram að ekki er hægt að fresta því lengur að endurskoða stjórnarskrá og byggja á henni nýtt lýðveldi. Það er gott að það sé orðið ljóst. Í öðru lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að það er ekkert að marka málflutning stjórnarandstöðunnar. Hún valdi sér Icesave af því hún taldi það gott tæki til að berja á ríkisstjórninni og minnka pólitíska inneign hennar. Í þeim leik skipti engu hvað var satt og hverju var logið. Stjórnarandstaðan lét í það skína, að í Icesave væru fundnar skuldir óreiðumannanna sem amma Davíðs vildi ekki borga. Síðustu daga hefur hins vegar komið skýrt fram að enginn getur í alvöru lagt til að íslensk stjórnvöld hlaupi frá Icesave. Skuldina má rekja til samþykktar Alþingis á innistæðutryggingum - einskonar brunatryggingu innistæðna - og síðar með margítrekuðum yfirlýsingum ráðherra og Seðlabankastjóra um að íslenska ríkið myndi styðja kerfið ef illa færi. Þegar síðan illa fór, settu stjórnvöld á neyðarlög sem sviptu kröfuhafa Landsbankans öllum eignum búsins og létu þannig lánardrottna Landsbankans borga fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar. Lengra verður ekki hlaupið frá ábyrgðinni. Ef eignir Landsbankans duga ekki til, verður íslenska ríkið að standa við samþykktir Alþingis og yfirlýsingar ráðherra og Seðlabankastjóra. Ákvörðun Ólafs Ragnars afhjúpaði þetta og innihaldsleysi málflutnings stjórnarandstöðunnar. Í þriðja lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Íslendingar eru ekki fullorðnir sem þjóð. Ef til vill erum við of fámenn til að ná þroska. Ef til vill bjóða 320 þúsund hræður ekki upp á næga fjölbreytni í skoðunum og umræðu til að þroskast. Í það minnsta þá hafa Íslendingar alltaf hegðað sér sem barn í samskiptum þjóða - í besta falli sem unglingur. Það er ef til vill lýsandi að Íslendingar héldu sjálfstæðispartíið sitt þegar pabbi var ekki heima. Á meðan Íslendingar töldu sig hafa stöðu til þess, hótuðu þeir að fara heim með boltann - Miðnesheiði. Meira og minna öll samskipti Íslendinga við útlönd hafa verið sambland af mannalátum (stríð við Íraka, sæti í öryggisráðinu) og barnalegu suði (Marshall-aðstoð án stríðsskaða, barnafargjald með Norðurlandaráði og öðrum fjölþjóðlegum stofnunum). Þegar við fæðumst njótum við skilyrðislausrar ástar foreldra okkar og í henni böðum við okkur, þar til einn daginn, að annað hljóð kemur í strokkinn. Þá segist mamma vilja knúsa okkur en aðeins ef við kúkum í koppinn. Sumir komast ekki yfir þetta áfall. Slíkir menn gera sífelldar bommertur sem þeir vilja ekki axla ábyrgð á en krefjast engu að síður ástar og aðdáunar. Ekki ætla ég að nefna dæmi um svona menn. Af umræðunni að dæma leynast þeir í hverju skoti. Sem þjóð erum við í þessu hlutverki. Við komum til nágranna okkar með kúkinn í buxunum. Þeir brugðust vel við og sögðust tilbúnir að hjálpa okkur - en með því skilyrði að við hreinsuðum kúkinn. Þá rak þjóðin upp skaðræðisöskur og heimtaði að nágrannarnir tækju sig upp og knúsuðu án skilyrða. Með ákvörðun sinni á þriðjudaginn gerðist Ólafur Ragnar forseti þessarar þjóðar. Og það er ágætt að hann hafi loks fundið sér þjóð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun