Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér 15. september 2010 17:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira